Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 24. desember 2020 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svava: Fínn tímapunktur til að taka næsta skref á ferlinum
Svava gefur áritanir.
Svava gefur áritanir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðskonan Svava Rós Guðmundsdóttir yfirgaf á dögunum sænska félagið Kristianstad eftir tveggja ára veru hjá félaginu.

Svava Rós skoraði átta mörk undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur hjá Kristianstad en þar áður lék hún fyrir Röa í Noregi. Hún hefur leikið með Val og Breiðabliki hér á landi.

Svava, sem er 25 ára gömul, segir í samtali við Morgunblaðið vera kominn tími á næsta skref á ferlinum.

„Það var mjög erfið ákvörðun að yf­ir­gefa Kristianstad, sér­stak­lega þar sem liðinu gekk virki­lega vel á síðustu leiktíð og leik­ur í Meist­ara­deild­inni á kom­andi keppn­is­tíma­bili," sagði Svava.

„Ég hef verið í viðræðum við önn­ur lið og mér fannst þetta fínn tíma­punkt­ur til þess að taka næsta skref á mín­um ferli."

Svava segir að sér hafi staðið til boða að vera áfram hjá Kristianstad en hún ætli að prófa eitthvað annað. Svava hefur verið orðuð við Val, en það er spurning hvað gerist.
Athugasemdir
banner
banner