Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 24. desember 2020 10:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sveindís sögð vera á leið til Íslendingaliðs Kristianstad
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður Keflavíkur, er sögð vera á leið til Kristianstad í Svíþjóð samkvæmt fjölmiðlum í Svíþjóð.

Sveindís hefur verið orðuð við Wolfsburg, en hún gæti svo farið á láni til Kristianstad.

Sveindís Jane er 19 ára gömul og samningsbundin Keflavík en hún var á láni hjá Breiðabliki á síðasta tímabili þar sem hún skoraði fjórtán mörk í fimmtán deildarleikjum þegar Blikar urðu Íslandsmeistarar.

Hún hefur þá komið með mikinn kraft inn í íslenska landsliðið og gert þar tvö mörk í fimm leikjum.

Wolfsburg hefur verið besta Þýskalands síðasta áratuginn en liðið hefur unnið deildina sex sinnum frá 2012 og þýska bikarinn sjö sinnum. Auk þess hefur liðið unnið Meistaradeild Evrópu tvisvar. Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands, er fyrrum leikmaður Wolfsburg.

Kristianstad er mikið Íslendingafélag. Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari liðsins og Sif Atladóttir er á meðal leikmanna þess. Svava Rós Guðmunsdóttir yfirgaf nýlega herbúðir Kristianstad sem leikur í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner