Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 24. desember 2020 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Zlatan: Þjálfarinn sagði að ég ætti 25 stráka hérna
Zlatan Ibrahimovic.
Zlatan Ibrahimovic.
Mynd: Getty Images
Zlatan Ibrahimovic hefur átt flott tímabil með AC Milan til þessa og skorað tíu mörk í sex deildarleikjum.

Hann hefur verið að glíma við meiðsli að undanförnu en liðið hefur náð að halda toppsætinu í ítölsku úrvalsdeildinni án hans.

Fjölskylda Zlatan býr í Svíþjóð á meðan hann býr á Ítalíu. Hann segist sakna fjölskyldu sinnar en hann hafi verið sannfærður um að vera áfram í Mílanó fyrir þetta tímabil.

„Pioli, þjálfarinn, svaraði mér að ég gæti ekki farið og að ég ætti líka fjölskyldu í Mílanó. Hann sagði að ég ætti tvo stráka þarna (í Svíþjóð) en hérna ætti ég 25 stráka og þeir þyrftu á mér að halda," sagði hinn 39 ára gamli Zlatan og var þar að tala um liðsfélaga sína.

Zlatan segir að markmiðið sé að vinna ítölsku úrvalsdeildina, en það er alls ekki óraunhæft fyrir Milan.
Athugasemdir
banner
banner
banner