lau 25. janúar 2020 13:25
Ívan Guðjón Baldursson
Fótbolta.net mótið: Mögnuð endurkoma ÍA gegn Gróttu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA 3 - 3 Grótta
0-1 Óliver Dagur Thorlacius ('7, víti)
0-2 Gunnar Jónas Hauksson ('31)
0-3 Óliver Dagur Thorlacius ('45)
1-3 Steinar Þorsteinsson ('51, víti)
2-3 Tryggvi Hrafn Haraldsson ('61)
3-3 Eyþór Aron Wöhler ('90)

ÍA mætti Gróttu í lokaumferð riðlakeppni Fótbolta.net mótsins í hádeginu í dag.

Liðin mættust í úrslitaleik um toppsæti riðilsins. Grótta þurfti sigur til að hirða toppsætið af Stjörnunni á meðan Skagamönnum nægði jafntefli.

Óliver Dagur Thorlacius gerði tvennu fyrir gestina frá Seltjarnarnesi sem leiddu 0-3 í hálfleik. Heimamenn svöruðu fyrir sig eftir leikhlé.

Steinar Þorsteinsson minnkaði muninn með marki úr vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleiks og fékk Guðmundur Steinarsson rautt spjald í kjölfarið. Tíu leikmenn Gróttu áttu erfitt með að höndla Skagamenn og minnkaði Tryggvi Hrafn Haraldsson muninn niður í eitt mark á 61. mínútu.

Seltirningar voru nálægt því að halda út en Eyþór Aron Wöhler náði að gera jöfnunarmark á lokamínútunum og niðurstaðan 3-3 jafntefli.

Þetta þýðir að ÍA mætir Breiðabliki í úrslitaleik A-deildar Fótbolta.net mótsins á meðan Stjarnan mætir líklegast ÍBV í leik um bronsið.

A-deild, riðill 2:
1. ÍA 5 stig 7-5 markatala
2. Stjarnan 4 stig 8-6
3. Grótta 4 stig 8-7
4. Grindavík 3 stig 3-8
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner