Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 25. janúar 2022 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Balotelli og Mancini hafa gengið í gegnum súrt og sætt
Mancini og Balotelli
Mancini og Balotelli
Mynd: Getty Images
Roberto Mancini landsliðsþjálfari Ítalíu valdi framherjann skrautlega Mario Balotelli í landsliðshóp sem kemur saman til æfinga á morgun.

Þetta er í fyrsta sinn í tæp fjögur ár sem Balotelli er í landsliðshópnum. Mancini og Balotelli þekkjast vel en í desember árið 2007 fékk Balotelli sitt fyrsta tækifæri í leik gegn Cagliari í Serie A með Inter Milan undir stjórn Mancini.

Þremur dögum síðar skoraði hann sitt fyrsta mark í bikarleik gegn Reggina.

Mancini yfirgaf félagið eftir þetta tímabil en tveimur árum síðar sameinuðust þeir hjá Manchester City. Þar átti allt eftir að sjóða uppúr. Balotelli kveikti í flugeldum í partýi heima hjá sér árið 2011 sem olli tjóni uppá 400 þúsund evrur. Síðar sama ár tók Mancini hann af velli í æfingarleik eftir að leikmaðurinn tók mjög svo kærulaust skot.

Árið 2013 sauð síðan uppúr milli þeirra á æfingu félagsins. Það þurfti að stía þeim í sundur en Mancini reiddist við Balotelli sem hafði tæklað liðsfélaga sinn harkalega.

Stuttu síðar yfirgaf Balotelli félagið en fimm árum síðar hittust þeir aftur, þá í ítalska landsliðinu. Mancini hafði kallað Balotelli í liðið til að spila nokkra æfingaleiki en þetta var þá í fyrsta sinn sem hann var í liðinu í fjögur ár.

Nú fjórum árum síðar eru þeir sameinaðir enn eina ferðina. Spurning hvort það verði allt með kyrrum kjörum.
Athugasemdir
banner
banner