Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 25. janúar 2022 17:00
Elvar Geir Magnússon
Spotify framan á treyjum Barcelona
Daniel Ek, stofnandi og eigandi Spotifyr.
Daniel Ek, stofnandi og eigandi Spotifyr.
Mynd: Getty Images
Barcelona er nálægt því að gera auglýsingasamning við Spotify sem mun þá verða framan á treyjum spænska stórliðsins.

Í fyrra lýsti eigandi Spotify, sænski milljarðamæringurinn Daniel Ek, því yfir að hann vildi kaupa Arsenal en Stan Kroenke var ekki tilbúinn að selja.

Thierry Henry, Patrick Vieira og Dennis Bergkamp sýndu því allir stuðning að Ek myndi kaupa félagið en ekkert varð af því.

Samningur Barcelona við Rakuten er að renna út og félagið er í viðræðum við önnur fyrirtæki. Streymiþjónustan Spotifyr er talin líklegust en einnig hefur verið rætt við kínverska tæknifyrirtækið Tencent.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner