Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 25. febrúar 2021 12:00
Magnús Már Einarsson
16 ára lagði upp mark fyrir Tottenham - Mourinho spenntur
Mynd: Getty Images
Dane Scarlett, 16 ára framherji Tottenham, lagði upp mark fyrir Vinicius Junior í 4-0 sigrinum á Wolfsberger í Evrópudeildinni í gærkvöldi.

Dane varð um leið fyrsti 16 ára leikmaðurinn til að leggja upp mark í Evrópudeildinni síðan Kylian Mbappe gerði það. Jose Mourinho, stjóri Tottenham, telur að Dane eigi bjarta framtíð fyrir höndum.

„Dane er með ótrúlega hæfileika. Ég vil ekki segja of mikið um hann því þegar ég mæti á æfingasvæðið á morgun mun yfirmaður stráksins drepa mig," sagði Mourinho og vísaði þar í þjálfara unglingaliðs Tottenham.

„Ég vil það ekki svo ég vil ekki tala of vel um hann. Ég vil bara segja að hann verður 17 ára í næsta mánuði og ég vil að hann verði hluti af aðalliðinu á næsta tímabili."

„Á þessu tímabili er hann hér og þar. Hann fer á æfingar með okkur og líka í leiki með sínum aldursflokki auk æfinga. Á næsta tímabili verður hann að vera aðalliðsleikmaður."

„Hann hefur ótrúlga hæfileika og mjög góða líkamsbyggingu. Hann er mjög góður og verður mjög góður. Ég vona að ekkert eyðileggi fyrir hæfileikum hans. Hann þarf að hafa fæturnar á jörðinni og hausinn rétt skrúfaðan á því hann er með stórkostlega hæfileika."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner