Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 25. febrúar 2021 19:59
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Danmörk: Silkeborg lagði Esbjerg í toppslagnum - Kjartan skoraði
Skoraði en er líklega ekkert alltof sáttur með úrslitin
Skoraði en er líklega ekkert alltof sáttur með úrslitin
Mynd: Esbjerg
Esbjerg 1 - 2 Silkeborg
0-1 N. Helenius ('10)
0-2 N. Helenius ('19, víti)
1-2 Kjartan Henry Finnbogason ('86)

Esbjerg mætti Silkeborg í toppslag í dönsku B-deildinni í dag. Um var að ræða liðin í 2. og 3. sæti deildarinnar sem bæði eru með tvo íslenska leikmenn í sínum röðum.

Nicklas Helenius kom til Silkeborg frá AGF í janúar og hafði fyrir leikinn í kvöld skorað tvö mörk í báðum leikjunum sem Silkeborg hafði spilað eftir vetrarfrí. Eftir nítján mínútur var hann kominn með tvö mörk í kvöld!

Það var svo á 86. mínútu sem Kjartan Henry Finnbogason skoraði fyrir Esbjerg og bjó til smá spennu fyrir lokamínúturnar. Silkeborg hélt út og er nú einungis tveimur stigum á eftir Esbjerg, sem er tveimur stigum á eftir Viborg í toppsætinu.

Kjartan Henry spilaði allan leikinn hjá heimamönnum og þeir Stefán Teitur Þórðarson og Patrik Sigurður Gunnarsson gerðu slíkt hið sama hjá Silkeborg. Markið sem Kjartan skoraði var fyrsta markið sem Patrik hefur fengið á sig en hann er að láni frá Brentford og kom í janúar.

Andri Rúnar Bjarnason var ónotaður varamaður hjá Esbjerg, Ólafur Helgi Kristjánsson er þjálfari liðsins.


Athugasemdir
banner
banner
banner