Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 25. febrúar 2021 21:22
Aksentije Milisic
Stjóri Benfica brjálaður - Urðar yfir stuðningsmenn liðsins
Mynd: Getty Images
Benfica datt úr leik í Evrópudeildinni í kvöld en liðið tapaði gegn Arsenal í Grikklandi. Leiknum lauk með 3-2 sigri Arsenal og samanlagt 4-3.

Jorge Jesus, stjóri Benfica, var mjög reiður á blaðamannafundi eftir leikinn og þar lét hann stuðningsmenn liðsins gjörsamlega heyra það.

„Það er einn hlutur að vera með Covid og geta unnið að heiman en það er annar hlutur að vera með Covid og þurfa að hlaupa á miklu tempói," sagði Jesus reiður.

„Það er munurinn. Vinnuvélin er leikmaðurinn sjálfur! Fyrir nokkrum dögum var mér sagt að hér yrðu menn á bílnum að flauta og mótmæla gengi liðsins. Þeir ættu frekar að sýna mér, eigandanum og leikmönnunum ást og styðja okkur."

„Þið vitið ekki hvað við höfum þurft að fara í gegnum á síðustu tveimur og hálfum mánuði," sagði Jesus öskuillur.

Gengi Benfica hefur dalað upp á síðkastið og því hafa stuðningsmenn liðsins verið ósáttir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner