banner
   mán 25. mars 2019 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Áhorfendamet slegið er Juventus vann Fiorentina
Juventus fagnar sigrinum.
Juventus fagnar sigrinum.
Mynd: Getty Images
Það var nýtt áhorfendamet sett þegar rúmlegar 39 þúsund áhorfendur mættu á leik Juventus og Fiorentina í ítölsku kvennadeildinni í gær.

Leikurinn var spilaður á Allianz-leikvanginum, vellinum sem karlalið Juventus spilar á. Þetta var fyrsti leikurinn sem kvennalið félagsins spilar á vellinum.

Fyrra metið var 14 þúsund áhorfendur og var því meti rústað í gær.

Juventus vann leikinn 1-0 og styrkti þar með stöðu sína á toppnum í fjögur stig.

Þetta er mjög jákvætt. Áhugi á kvennabolta er að verða meiri og meiri. Á dögunum var áhorfendamet slegið á Spáni þegar um 60 þúsund áhorfendur mættu á leik Atletico Madrid og Barcelona.

Áhorfendametið á kvennaleik í heiminum var sett þegar rúmlega 90 þúsund manns sáu úrslitaleik Bandaríkjanna og Kína á HM í Bandaríkjunum 1999.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner