Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 25. mars 2019 12:00
Hafliði Breiðfjörð
París
Alfreð: Þetta verður snúinn leikur
Icelandair
Alfreð í baráttunni gegn Andorra á föstudaginn. Hans næsta verkefni er að ógna vörn heimsmeistara Frakka á sjálfum Stade de France. Hann segir að það verði snúið.
Alfreð í baráttunni gegn Andorra á föstudaginn. Hans næsta verkefni er að ógna vörn heimsmeistara Frakka á sjálfum Stade de France. Hann segir að það verði snúið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta verður mjög snúinn leikur," sagði Alfreð Finnbogason framherji íslenska landsliðsins við Fótbolta.net.

Ísland er að fara að mæta heimsmeisturum Frakka í undankeppni EM 2020 í kvöld en leikið verður á Stade de France, þjóðarleikvangi Frakka í París.

„Þeir verða meira með boltann, við þekkjum að spila á móti þeim, gerðum það fyrir nokkrum mánuðum og það gekk mjög vel," hélt Alfreð áfram og vísaði þar í 2-2 jafntefli við Frakka í æfingaleik í Guincamp í október.

Ísland hóf keppni í undankeppninni í Andorra á föstudaginn og vann þá 0-2 sigur á heimamönnum. Alfreð segir þann leik ekki hafa tekið of mikla orku frá okkur þó stutt sé milli leikja.

„Eftir að við komumst í 2-0 á móti Andorra náðum við að spara orkuna, halda boltanum og láta þá hlaupa. Það fór því ekki of mikil orka í þann leik. Við verðum því klárlega ferskir gegn Frökkunum," sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner