Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 25. mars 2019 20:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Enginn fær að fara frá Chelsea - Christensen ósáttur
Andreas Christensen.
Andreas Christensen.
Mynd: Getty Images
Danski varnarmaðurinn Andreas Christensen segir að Chelsea sé að neita að selja leikmenn. Ástæðan sé félagaskiptabannið sem félagið var dæmt í á dögunum. Chelsea er bannað að fá inn nýja leikmenn í næstu tveimur gluggum.

Chelsea var dæmt í bann fyrir að brjóta reglur sem snúa að félagaskiptum leikmanna yngri en 18 ára.

Félagið hefur neitað sök í málinu.

Christensen hefur ekki fengið mikinn spiltíma hjá Maurizio Sarri og er pirraður á stöðu sinni. „Skilaboðin sem við höfum fengið eru þau að Chelsea ætlar að halda öllum sínum leikmönnum á meðan staðan er svona," sagði Christensen við Ekstra Bladet.

„Það er mjög erfitt að sætta sig við þessa stöðu."
Athugasemdir
banner
banner