Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   mán 25. mars 2019 17:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrsti sigur Arnars og Eiðs með U21 kom í Katar
Jónatan kom Íslandi á bragðið.
Jónatan kom Íslandi á bragðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveinn Aron skoraði annað markið.
Sveinn Aron skoraði annað markið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Katar 0 - 3 Ísland
0-1 Jónatan Ingi Jónsson ('39)
0-2 Sveinn Aron Guðjohnsen ('62)
0-3 Jón Dagur Þorsteinsson ('79)
Rautt spjald: Axel Óskar Andrésson ('83)

Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen stýrðu U21 landsliðinu í fótbolta öðru sinni þegar það mætti Katar í vináttulandsleik í dag. Leikurinn fór fram í Katar.

Þetta er annar leikur liðsins á stuttum tíma því fyrir helgi gerði liði 1-1 jafntefli gegn Tékklandi á Spáni.

Arnar og Eiður breyttu liðinu mikið frá leiknum gegn Tékklandi. Aðeins Alfons Sampsted, Kolbeinn Birgir Finnsson og Torfi Tímoteus Gunnarsson héldu sæti sínu.

Byrjunarlið Íslands:
Elías Rafn Ólafsson (M)
Alfons Sampsted
Hjalti Sigurðsson
Torfi Tímoteus Gunnarsson
Ari Leifsson
Daníel Hafsteinsson
Kolbeinn Birgir Finnsson
Stefán Teitur Þórðarson
Mikael Neville Anderson
Jónatan Ingi Jónsson
Brynjólfur Darri Willumsson

Svo fór að Ísland vann 3-0 sigur gegn Katar í dag. Jónatan Ingi Jónsson, leikmaður FH, kom Íslandi á bragðið stuttu fyrir leikhlé. Í seinni hálfleiknum bættu varamennirnir Sveinn Aron Guðjohnsen og Jón Dagur Þorsteinsson við mörkum.

Flottur sigur hjá Íslandi sem hefur leik í undankeppni EM í september á þessu ári. Þar er Ísland í riðli með Armeníu, Írlandi, Ítalíu, Lúxemborg og Svíþjóð.

Fyrstu leikir Íslands eru gegn Lúxemborg og Armeníu hér á landi.



Athugasemdir
banner
banner
banner