Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 25. mars 2019 17:00
Arnar Daði Arnarsson
Grindavík og Víkingur Ó. senda sameiginlegt lið til keppni
Úr leik Ólafsvíkur í fyrra.
Úr leik Ólafsvíkur í fyrra.
Mynd: Ingunn Hallgrímsdóttir
Víkingur Ó. og Grindavík hafa gert með sér samkomulag um að senda sameiginlegt lið til keppni í 2.flokki karla í sumar.

Í fyrra var Víkingur Ólafsvík í samstarfi við Aftureldingu í 2.flokknum en hafa nú samið við Pepsi Max-deildarlið Grindavíkur.

Grindavík/GG/Víkingur Ó. mun taka þátt í Íslandsmóti og bikarkeppni í sumar.

„Það er ákaflega mikilvægt fyrir Víking Ó. að ná samstarfi við öflugt lið eins og Grindavík. Þrátt fyrir að Snæfellsbær sé ekki stærsti bær landsins þá gengur okkur merkilega vel að halda úti yngri flokkum. Þegar iðkendur fara að eldast fer oft að kvarnast úr hópnum, sumir fara jafnvel í skóla í Reykjavík og aðrir snúa sér að öðrum verkefnum. Eftir stendur hópur öflugra iðkenda sem ná ekki að manna lið og því fögnum við því að hafa náð samkomulagi um samstarf við jafn flott lið og Grindavík," sagði Þorsteinn Haukur Harðarson framkvæmdastjóri Víkings Ólafsvíkur við Fótbolta.net.

Liðið lék sinn fyrsta leik í gær gegn Selfossi og vann 3-2 sigur.

Athugasemdir
banner
banner
banner