Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 25. mars 2019 23:01
Arnar Helgi Magnússon
Hamren: Hrósa Frökkum í stað þess að gagnrýna okkur
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands, hrósaði leikmönnum Frakklands eftir leikinn gegn Íslandi í kvöld. Leiknum lauk með 4-0 sigri heimsmeistaranna en liðið skoraði þrjú mörk undir lok leiksins.

„Frakkar eru heimsmeistarar og það sýndu þeir í dag. Þeir spiluðu virkilega vel, við byrjuðum ágætlega en hefðum getað verið aggressívari," sagði Hamren í samtali við Vísi.is eftir leik.

„Við töpuðum boltanum of auðveldlega. Síðustu fimmtán, tuttugu mínúturnar í fyrri hálfleik og fyrstu þrjátíu í seinni hálfleik gerðum við ágætlega. Ég er ekki ánægður með síðustu fimmtán mínúturnar, þeir skoruðu of mikið."

Hamren segir að hausinn hjá sínum mönnum hafi mögulega farið undir lok leiksins.

„Við vorum búnir að hlaupa mikið án bolta. Þegar þeir komust í 2-0 held ég að hausinn hafi aðeins farið. Ég hrósa samt Frökkum frekar heldur en að gagnrýna okkur því við vorum að spila við virkilega gott lið."

Ísland á tvo afar mikilvæga leiki í sumar gegn Albaníu og Tyrklandi. Hann segir að Frakkland sé að sjálfsögðu besta liðið í riðlinum.

„Ég vonaðist eftir meiru í dag, og við reyndum að fá meira, svo nei, ég er ekki glaður í kvöld. Mörg lið eiga eftir að lenda í erfiðleikum hér, Frakkar eru hæst skrifaða liðið í riðlinum, en við vildum meira,“ sagði Hamren að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner