Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 25. mars 2019 18:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hudson-Odoi og Declan Rice í byrjunarliði Englands
Mynd: Getty Images
Búið er að tilkynna byrjunarlið Íslands sem mætir Frakklandi í París í kvöld. Englendingar eru einnig í eldlínunni í kvöld og hafa þeir tilkynnt byrjunarlið sitt sem mætir Svartfjallalandi á útivelli.

England byrjaði undankeppni EM 2020 á því að vinna Tékkland 5-0 á heimavelli.

Raheem Sterling skoraði þrennu í þeim leik og er hann auðvitað í byrjunarliðinu. Athygli vekur að Declan Rice og Callum Hudson-Odoi eru í byrjunarliðinu, en þeir spiluðu báðir sinn fyrsta landsleik fyrir England á föstudaginn.

Hudson-Odoi er að byrja sinn fyrsta landsleik áður en hann byrjar leik í ensku úrvalsdeildinni. Hann á átta leiki að baki í ensku úrvalsdeildinni en engann þeirra hefur hann byrjað inn á.

Byrjunarlið Englands: Pickford, Walker, Keane, Maguire, Rose, Rice, Barkley, Alli, Hudson-Odoi, Sterling, Kane.


Athugasemdir
banner
banner