Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 25. mars 2019 11:12
Arnar Helgi Magnússon
Koeman tekur tapið gegn Þjóðverjum á sig
Mynd: Getty Images
Þjóðverjar höfðu betur gegn Hollendingum í frábærum fótboltaleik í gærkvöldi. Leiknum lauk með 2-3 sigri Þýskalands en sigurmarkið kom á lokamínútunni, það gerði Nico Schulz.

Ronald Koeman, þjálfari Hollendinga, tekur tapið alfarið á sig.

„Mín tilfinning frá 85. mínútu var sú að þeir myndu skora sigurmarkið. Við þjálfararnir ræddum það á bekknum hverju væri hægt að breyta," sagði Koeman eftir leikinn.

„Við ræddum það að taka sóknarmann útaf og setja Nathan Ake inn til þess að þétta vörnina. Það hefði sennilega verið rétt ákvörðun. Þetta voru mín mistök og ég tek þetta á mig."

Holland er nú með þrjú stig eftir tvo leiki, Þjóðverjar einnig með þrjú en hafa þó einungis spilað einn leik.

Norður-Írland situr á toppi riðilsins með fullt hús stiga eftir tvo leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner