Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 25. mars 2019 14:45
Arnar Daði Arnarsson
KSÍ spyr Frakkana hvort þeir vilji spila á Íslandi í kvöld?
Icelandair
Laugardalsvöllur er þakinn snjó.
Laugardalsvöllur er þakinn snjó.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSÍ setti myndskeið á Twitter-síðu sína fyrr í dag og spurði þar franska sambandið hvort þeir myndu vilja spila á Íslandi í kvöld.

Þjóðirnar mætast í 2. umferð Undankeppni EM 2020 á Stade de France í París í kvöld en Laugardalsvöllur er þakinn snjó þessa stundina eins og sést í myndskeiðinu.

Seinni leikur liðanna í riðlinum fer fram á Laugardalsvellinum í október og vonandi að veðurguðirnir verði með Íslendingunum í liði þá.

Hægt er að sjá myndskeiðið hér að neðan.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner