Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 25. mars 2019 10:00
Arnar Helgi Magnússon
Njarðvík tapaði gegn tyrknesku liði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karlalið Njarðvíkur er nú statt í Tyrklandi í æfingaferð. Liðið lék æfingaleik gegn tyrkneska 1. deildar liðinu Elazığspor í gær.

Njarðvík komst yfir með marki frá nýjasta leikmanni liðsins, González Lamarca, á 10. mínútu leiksins. Njarðvík fékk nokkur góð færi í fyrri hálfleik en liðið náði ekki að nýta sér þau. Hálfleikstölur, 1-0.

Heimamenn í Elazığspor komu sterkari út í síðari hálfleik og sigldu sigrinum að lokum heim eftir að hafa skorað þrjú mörk í síðari hálfleik. Lokatölur, 1-3, Elazığspor í vil.

Byrjunarlið Njarðvíkur í leiknum: Brynjar Atli, Arnar, Toni, Atli Geir, Pawel, Bergþór, Alexander, Andri Fannar, Kenny og Lamarca.

Næsti leikur hjá Njarðvík í Tyrklandi er gegn Rússneska liðinu FC Neftekhimik Nizhnekamsk á miðvikudaginn.

Hér að neðan má sjá mark Lamarca í leiknum í gær.


Athugasemdir
banner