Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 25. mars 2019 08:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Origi tilbúinn til að spila hvar sem er fyrir Liverpool
Origi skoraði sigurmark Liverpool gegn Everton í byrjun desember.
Origi skoraði sigurmark Liverpool gegn Everton í byrjun desember.
Mynd: Getty Images
Belgíski sóknarmaðurinn Divock Origi hefur ekki verið fastamaður í liði Liverpool í vetur en hefur fengið fleiri tækifæri eftir því sem liðið hefur á tímabilið.

„Ég reyni alltaf að gera mitt besta þegar tækifærin koma, ég reyni alltaf að gera allt sem ég get til að hjálpa liðinu sama í hvaða hlutverki ég er. Við erum með háleit markmið, mér er alveg sama hvaða stöðu ég er beðinn um að spila, ég er tilbúinn til að spila hvar sem er."

Origi er búinn að skora tvö deildarmörk á tímabilinu, hann hefur komið við sögu í alls níu deildarleikjum. Fyrra markið var sigurmark Liverpool gegn Everton í byrjun desember svo skoraði hann annað deildarmarkið sitt í 5-0 sigri Liverpool á Watford í lok febrúar.

„Ég er metnaðarfullur og auðvitað vil ég spila eins mikið og ég get en það allra mikilvægasta er að liðið spili vel og nái markmiðum sínum," sagði Origi.
Athugasemdir
banner
banner
banner