Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 25. mars 2019 23:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: L'Équipe 
Pogba: Ísland fær vanalega ekki á sig mörg mörk
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Paul Pogba, leikmaður Manchester United, átti góðan leik eins og allir í franska landsliðinu í 4-0 sigri á Íslandi í undankeppni EM 2020 á þessu mánudagskvöldi.

Leikurinn fór fram á Stade de France í París.

„Þetta lítur vel út. Tvö falleg úrslit, frábær frammistaða í báðum leikjunum," sagði Pogba en Frakkar unnu 4-1 gegn Moldavíu síðastliðinn föstudag.

„Við verðum að halda svona áfram. Við vissum við hverju við ættum að búast. Ísland er lið sem fær ekki á sig mörg mörk, en í kvöld gerðum við mjög vel."

„Við höfum bætt okkur frá HM, öðlast meiri reynslu," sagði Pogba einnig en Frakkar eru ríkjandi heimsmeistarar.

Smelltu hér til að lesa nánar um leikinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner