Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 25. mars 2019 22:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Umtiti 100% í sendingum gegn Íslandi
107 / 107
Icelandair
Umtiti skallar boltann í netið.
Umtiti skallar boltann í netið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samuel Umtiti átti frábæran leik í vörn Frakklands þegar liðið lagði Ísland 4-0 í París í kvöld.

Umtiti var tæpur fyrir leikinn, en hann mætti í hann og mun hann fara mjög sáttur á koddann í kvöld eftir mjög svo góða frammistöðu.

Umtiti skoraði fyrsta markið í leiknum með skalla eftir hnitmiðaða sendingu frá Kylian Mbappe. Eftir markið var hann traustur í vörninni og skilaði hann 100% sendingum sinn á samherja. Það er geggjuð tölfræði.

Hann kláraði 107 af 107 sendingum sínum. Ekki skrítið að hann sé að spila hjá Barcelona.

Samkvæmt tölfræðisíðunni Opta hefur engum leikmanni franska landsliðsins tekist að ná svona góðu sendingahlutfalli á undanförnum 10 árum.




Athugasemdir
banner
banner
banner