Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 25. mars 2019 21:59
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Undankeppni EM: Endurkoma Englands - Albanía vann í Andorra
England byrjar undankeppnina af rosalegum krafti!
England byrjar undankeppnina af rosalegum krafti!
Mynd: Getty Images
Ildefons Lima og félagar í Andorra töpuðu gegn Albaníu.
Ildefons Lima og félagar í Andorra töpuðu gegn Albaníu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland tapaði gegn Frakklandi í undankeppni EM í kvöld. Í sama riðli vann Albanía 3-0 sigur á gervigrasinu í Andorra.

Albanía komst snemma yfir í leiknum og bætti við tveimur mörkum undir lokin. Ísland vann 2-0 á þessum velli fyrir nokkrum dögum, en Ísland mætir Albaníu á Laugardalsvelli í júní.

Albanía er núna með þrjú stig eins og við Íslendingar.

England mætti Svartfjallalandi á útivelli og lenti þar undir eftir 17 mínútur. Englendingar komu hins vegar til baka og voru komnir 2-1 yfir fyrir leikhlé. Í síðari hálfleiknum völtuðu svo Englendingar yfir Svartfjalland. Lokatölur 5-1.

England hefur núna skorað tíu mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum í undankeppninni.

Hér að neðan má sjá úrslit kvöldsins. Ríkjandi Evrópumeistarar Portúgals gerðu jafntefli á heimavelli gegn Serbíu. Cristiano Ronaldo fór snemma af velli vegna meiðsla. Portúgal er með tvö stig eftir fyrstu tvo leikina.

A-riðill
Svartfjallaland 1 - 5 England
1-0 Marko Vesovic ('17 )
1-1 Michael Keane ('30 )
1-2 Ross Barkley ('39 )
1-3 Ross Barkley ('59 )
1-4 Harry Kane ('71 )
1-5 Raheem Sterling ('81 )

Kosóvó 1 - 1 Búlgaría
0-1 Georgi Bozhilov ('39 )
1-1 Arber Zeneli ('62 )

B-riðill
Portúgal 1 - 1 Serbía
0-1 Dusan Tadic ('7 , víti)
1-1 William Carvalho ('42 )

Lúxemborg 1 - 2 Úkraína
1-0 David Turpel ('36 )
1-1 Viktor Tsygankov ('40 )
2-1 Gerson Rodrigues ('90 , sjálfsmark)

H-riðill
Andorra 0 - 3 Albanía
0-1 Armando Sadiku ('21 )
0-2 Bekim Balaj ('88 )
0-3 Amir Abrashi ('90 )
Athugasemdir
banner
banner