Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   mán 25. mars 2019 05:55
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Undankeppni EM í dag - Ísland mætir Frakklandi í París
Icelandair
Frakkland og Ísland gerðu 2-2 jafntefli í október á síðasta ári.
Frakkland og Ísland gerðu 2-2 jafntefli í október á síðasta ári.
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Frakkland og Ísland mætast í kvöld á Stade de France.
Frakkland og Ísland mætast í kvöld á Stade de France.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Áfram er leikið í undankeppni EM í dag og þar á íslenska landsliðið leik en strákarnir okkar eru mættir til Frakklands þar sem þeir mæta heimamönnum í kvöld á Stade de France.

Þjóðirnar mættust síðast í október á síðasta ári þar sem 2-2 jafntefli var niðurstaðan í vináttuleik. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19:45.

Ísland byrjaði undankeppnina á sigri í Andorra, Frakkar léku í Moldóvu á sama tíma þar sem niðurstaðan var 1-4 sigur Heimsmeistaranna.

Tveir aðrir leikir fara fram í H-riðli í kvöld, Tyrkir sem byrjuðu undankeppnina á sigri mæta Moldóvu. Andorra leikur aftur á heimavelli í kvöld en þeir taka á móti Albaníu sem tapaði gegn Tyrkjum á föstudaginn.

Í A-riðli fara fram tveir leikir, Kosóvó fær Búlgaríu í heimsókn og Englendingar sem byrjuðu undankeppnina á stórsigri á Tékklandi fara í heimsókn til Svartfjallalands.

Lúxemborg sem er á toppi B-riðils eftir fyrstu umferðina fær Úkraínu í heimsókn sem gerði jafntefli við Portúgal á föstudaginn. Portúgal á annan heimaleik í dag en þá kemur Serbía í heimsókn.

A-landslið karla - EM 2022

A-riðill
19:45 Kosóvó-Búlgaría
19:45 Svartfjallaland-England

B-riðill
19:45 Lúxemborg - Úkraína
19:45 Portúgal - Serbía

H-riðill
17:00 Tyrkland-Moldóva
19:45 Frakkland-Ísland (Stade de France)
19:45 Andorra-Albanía
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner