Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 25. mars 2021 07:30
Aksentije Milisic
Áhorfendur leyfðir í Ísrael í kvöld - Danir sáttir
Þessir tveir tóku vel í tíðindin.
Þessir tveir tóku vel í tíðindin.
Mynd: Getty Images
Ísrael og Danmörk mætast í undankeppni HM 2022 í dag en leikurinn hefst klukkan 17.

Staðan í Ísrael er góð í baráttunni við kórónaveiruna og það verða leyfðir fimm þúsund áhorfendur á pöllunum í kvöld.

Þetta eru leikmenn Danmerkur ánægðir með. Simon Kjær og Christian Eriksen tjáði sig um þessi tíðindi.

„Það verður gaman að fá áhorfendur aftur á völlinn. Þið hafið heyrt okkur segja þetta oft. Hér er það í boði og við erum spenntir," sagði Simon Kjær, fyrirliði danska liðsins.

„Þetta er frábært. Við töluðum um þetta í rútunni og á hótelinu. Núna er maður bara glaður ef það koma einhverjir áhorfendur," sagði Christian Eriksen, leikmaður Inter, um málið.
Athugasemdir
banner
banner