Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 25. mars 2021 22:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ari og Ísak stoltir af því að spila á stórmóti en svekktir með leikinn
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net ræddi við þá Ara Leifsson og Ísak Bergmann Jóhannesson eftir leik Íslands og Rússlands á EM U21-árs liða í kvöld. Leikurinn var fyrsti leikur liðsins.

Myndbandsupptaka fór í vaskinn og því verða helstu svör skrifuð upp

Ísak Bergmann: Veit að ég get miklu betur en þetta

„Ég er svekktur með leikinn, ég og allir í liðinu vitum að við getum gert betur. Það kom mér ekki á óvart að ég byrjaði á hægri kantinum, ég hef leyst margar stöður á mínum stutta ferli. Ég veit að ég get miklu betur en þetta," sagði Ísak Bergmann.

Fannst þér þú ná að komast í takt við leikinn?

„Nei, allavega ekki eins og ég vildi. Ég kom mér ekki í nægilega margar stöður til að fá boltann."

Hvernig var tilfinningin að ganga inn á völlinn í íslensku treyjunni?

„Auðvitað mikið stolt og mikill heiður að fá að spila á stórmóti fyrir hönd Íslands. Við vissum líka að margir voru að horfa heima, fjölskyldan og svoleiðis. Við hefðum viljað sýna betri frammistöðu," sagði Ísak.

Ari Leifsson: Ólýsanleg tilfinning
„Ég er sammála því, mér fannst við hafa leikinn eins og við vildum hafa hann þó að þeir væru augljóslega meira með boltann. Svo kemur þetta víti og mark og við ætluðum okkur augljóslega að svara fyrsta markinu betur en við gerðum. Vont að fara með 3-0 í hálfleik," sagði Ari aðspurður um fyrri hálfleikinn.

„Við vorum auðvitað fúlir með stöðuna í hálfleik en ætluðum okkur að koma til baka í seinni hálfleiknum. Svo kemur þetta fjórða mark strax í byrjun seinni. Ég er þó ánægður með að við vorum talsvert betri í seinni hálfeiknum en í þeim fyrri, náum að skora mark og eitthvað til að taka úr þessum leik."

Hvernig var að ganga inn á í fyrsta leik á stórmóti?

„Það var ólýsanleg tilfinning að ganga inn á völlinn fyrir fyrsta leik á stórmóti, mikið stolt sem fylgdi því að heyra þjóðsönginn á þessu sviði," sagði Ari.

Báðir voru þeir sammála um það að liðið ætlaði sér að gera miklu betur í næsta leik sem er á sunnudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner