Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 25. mars 2021 23:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnar: Sáum að það býr rosalegur karakter í þessu liði
Icelandair
Arnar á hliðarlínunni í kvöld.
Arnar á hliðarlínunni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Þór Viðarsson, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í kvöld, eftir 3-0 tap gegn Þýskalandi í fyrsta leik í undankeppni HM.

Arnar var að stýra Íslandi í fyrsta sinn og fékk enga draumabyrjun. Ísland var 2-0 undir eftir aðeins sjö mínútur.

„Mér þótti þetta leiðinlegt fyrir strákana, við vorum búnir að undirbúa okkur vel. Við vissum að við værum að fara að spila gegn frábæru liði og leikmönnum. Við vorum með leikplan en það fer í vaskinn á annarri mínútu," sagði Arnar.

„Mér fannst, þrátt fyrir að þetta hefði byrjað eins illa og það byrjaði, þá voru strákarnir farnir að finna aðeins betur lausnirnar þegar leið á fyrri hálfleikinn; á þeirra hreyfingum og þeirra sóknarbolta. Svo hefur maður tíma í hálfleik til að fara yfir hlutina. Við sáum í seinni hálfleik að það býr rosalegur karakter í þessu liði. Það er stórhættulegt á móti liði eins og Þjóðverjum, þegar þú byrjar svona, að tapa mjög stórt. Ég er stoltur af því hvernig strákarnir kláruðu leikinn."

„Ég er ánægður með það að við vorum að ná að komast oftar í hærri pressu í seinni hálfleik. Við ætluðum að reyna að gera það í fyrri hálfleik. Við lentum svolítið í því að hægri kanturinn okkar varð manni færri og við náðum ekki að leysa það nægilega vel. Við fundum lausnirnar saman í hálfleik og það gekk mikið betur."

„Það er annað. Þegar þú færð svona sjokk í byrjun þá er erfitt sem leikmaður að finna lausnina varnarlega og líka mjög erfitt að þora að taka við boltanum og halda í boltann, finna svæðin til að losan undan pressunni. Við töpuðum honum oft mjög fljótt í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik var það mun betra."

Tap er niðurstaðan í fyrsta leik en það er mikið eftir í þessu verkefni. Næst er það leikur við Armeníu á sunnudag.

„Ég hefði helst viljað sitja hérna með stig, eða með mark eða þá að við hefðum tapað á síðustu mínútunni. Það væri mikið skemmtilegra. Það sem við gerum núna er að við greinum þennan leik og finnum lausnir fyrir næsta leik. Við erum sem betur fer ekki að spila á útivelli gegn Þjóðverjum í hverjum leik. Það búa ákveðnir möguleikar úti á móti Armeníu þó það verði alls ekki auðvelt," sagði Arnar.

„Við vitum að þeir unnu sinn fyrsta leik og hafa verið sterkir á heimavelli á síðastliðnu ári í Þjóðadeildinni. Það verður mjög erfitt en það mjög mikilvægt að geta byggt á einhverju. Við getum byggt á seinni hálfleiknum og leikgreint þetta; við getum sýnt strákunum hvað fór úrskeiðis og hvað þeir gerðu vel í seinni hálfleik."
Athugasemdir
banner
banner
banner