Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 25. mars 2021 22:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aron: Eitthvað best spilandi lið sem ég hef spilað á móti í góðan tíma
Icelandair
Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst seinni hálfleikurinn betri. Þeir eru virkilega góðir í að halda boltanum og það var erfitt að fá á okkur tvö mörk með stuttu millibili í byrjun leiks. Það tók vindinn smá úr okkur," sagði Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, eftir 3-0 tap gegn Þýskalandi í fyrsta leik í undankeppni HM 2022.

Aron spjallaði við RÚV eftir leikinn.

„Það er svekkjandi að ná ekki að klukka þá betur. Þetta er eitthvað það best spilandi lið sem ég hef spilað á móti í góðan tíma," sagði Aron Einar.

Þjóðverjar voru komnir í 2-0 eftir sjö mínútur. „Þetta var klúður hjá okkur. Við töpuðum boltanum á hættulegum stað í seinna markinu og okkur er refsað. Þá er þetta erfitt á móti liði sem finnst gott að vera með boltann. Í seinni hálfleiknum fannst mér við vera að mæta þeim af meiri krafti en auðvitað er auðveldara að vera að spila pressulaust. Við getum tekið ýmislegt jákvætt úr seinni hálfleiknum þó frammistaðan hafi ekki verið frábær í dag."

„Við getum gert miklu betur en við gerðum í dag, það eru hreinar línur."
Athugasemdir
banner
banner
banner