fim 25. mars 2021 09:00
Elvar Geir Magnússon
Leikdagur í beinni - Hitað upp fyrir landsleikina tvo
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net
Það er tvöfaldur leikdagur hjá Íslandi. U21-landsliðið hefur leik í riðlakeppni Evrópumótsins þegar leikið verður gegn Rússlandi og A-landsliðið leikur svo fyrsta leik sinn í undankeppni HM gegn Þýskalandi en leikið er í Duisburg.

Beinar textalýsingar:
17:00 Rússland - Ísland (U21)
19:45 Þýskaland - Ísland

Hér hitum við upp fyrir leikina tvo yfir daginn

Sæbjörn Steinke er fréttamaður Fótbolta.net í Györ í Ungverjalandi þar sem U21 landsliðið leikur.

Hafliði Breiðfjörð, Örvar Arnarsson og Hannes Sigurðsson eru fyrir hönd Fótbolta.net í Þýskalandi.
15:43
Segjum þetta gott frá þessum vígstöðvum!

Þökkum samfylgdina í dag og skiptum nú yfir á beina textalýsingu frá U21 leik Rússlands og Íslands!

Við fylgjum báðum landsleikjunum eftir frá A til Ö! Farið varlega krakkar!

Eyða Breyta
15:37
Davíð Snorri Jónasson hefur valið byrjunarlið Íslands sem mætir Rússum í fyrsta leik á EM U21 landsliða klukkan 17:00.

Kolbeinn Þórðarson, leikmaður Lommel, byrjar í bakverði en hann tekur stöðu Alfons Sampsted sem er í A-landsliðinu.

Stefán Teitur Þórðarson kemur inn á miðjuna síðan í leikjunum í nóvember síðastliðnum en hann var fjarri góðu gamni þar.

Ísak Bergmann Jóhannesson byrjar á kantinum en Mikael Neville Anderson er á bekknum.

Eyða Breyta
15:33


Eyða Breyta
15:29
Við förum að segja þessari leikdagslýsingu lokið... byrjunarlið U21 landsliðsins ætti að detta inn á næstu mínútum.

Hér verður svo bein textalýsing frá leik Rússlands og Íslands á EM U21 landsliða.

Eyða Breyta
15:18
Þurfum að breyta líklegu byrjunarliði Íslands eftir fréttirnar af Birki Má...



Eyða Breyta
15:13



Eyða Breyta
14:58
Spilum!

Til að taka allan vafa af, þá má minna á að áðan var staðfest að leikur Þýskalands og Íslands mun fara fram í kvöld.

Jonas Hofmann greindist smitaður í morgun og er kominn í einangrun en hann er einkennalaus.

"Leikurinn fer fram, staðfest af heilbrigðisyfirvöldum í Dusseldorf og Duisburg, voru að koma skilaboð fra þýska sambandinu," sagði Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi Íslands.

Auk Hofman verður Marcel Halstenberg, varnarmaður RB Leipzig, ekki með en hann er í sóttkví þar sem hann hafði átt í mestum samskiptum við Hofmann fyrir smitið. Líklega herbergisfélagi.

Eyða Breyta
14:45
Eiður Smári og Rúnar Alex fóru aðeins yfir ríginn milli Chelsea og Arsenal... eða við giskum á það allavega.



Hér má annars sjá myndaveislu frá æfingunni í morgun.

Eyða Breyta
14:36
Hver verður í hægri bakverði í kvöld? Alfons Sampsted? Guðlaugur Victor Pálsson? - Áhugaverð frétt hjá 433 áðan að Birkir Már Sævarsson verður í banni í kvöld en KSÍ hafi ekki vitað af því fyrr en í gær.

Hér má sjá Alfons á æfingunni í morgun:




Eyða Breyta
14:20
Hvaða landsliðsmaður er þetta? Ekki láta gabbast. Hér er á ferðinni Haukur Harðarson íþróttafréttamaður á RÚV sem lét til sín taka á æfingunni í morgun.



Hafliði Breiðfjörð smellti af nokkrum góðum myndum á æfingunni.

Eyða Breyta
14:18
Birkir Már í banni!

Birkir Már Sævarsson varnarmaður íslenska landsliðsins tekur út leikbann þegar liðið mætir Þjóðverjum í undankeppni HM 2022 í kvöld.

433 segir frá þessu í dag og að KSÍ hafi ekki áttað sig á þessu fyrr en í gær og því hafi verið gert ráð fyrir að hann yrði í byrjunarlðinu í kvöld.

Því má búast við að Alfons Sampsted byrji leikinn í kvöld en þó eru leikmenn í hópnum sem hafa spilað hægri bakvarðarstöðuna með liðinu. Guðlaugur Victor Pálsson spilaði hana mikið á síðasta ári en verður líklega miðjumaður í kvöld. Þá hafa Hjörtur Hermannsson og Hólmar Örn Eyjólfsson einnig spilað stöðuna með íslenska landsliðinu.

Birkir Már fékk að líta rauða spjaldið í upphafi síðari hálfleiks gegn Englendingum í Þjóðadeildinni 18. nóvember síðastliðinn. Þar sem leikurinn í kvöld er fyrsti keppnisleikur liðsins síðan þá mun Birkir þurfa að taka út leikbann í þessari keppni að sögn 433



Eyða Breyta
14:15


Eyða Breyta
14:13
Hvað var fengið sér í hádegismat spyrjið þið. Bombay Bazaar að sjálfsögðu. Fiskurinn varð fyrir valinu í dag en annars mælir Fótbolti.net sérstaklega með Chicken 65!




Eyða Breyta
14:07
Velkomin aftur! Hádegismatur að baki

Eyða Breyta
12:45
Marcel Halstenberg, varnarmaður RB Leipzig, verður ekki með í kvöld en hann er í sóttkví þar sem hann hafði átt í mestum samskiptum við Hofmann fyrir smitið.

Eyða Breyta
12:39
Leikurinn fer fram!
Jens Grittner, talsmaður þýska knattspyrnusambandsins, sagði frá því nú rétt í þessu að leikurinn fari fram þrátt fyrir að Jonas Hofmann, leikmaður Þýskalands, hafi greinst með kórónuveiruna.

Eyða Breyta
12:03
Tökum smá hádegishlé á þessari textalýsingu... mætum aftur á fullri ferð á eftir!

Eyða Breyta
11:53


Eyða Breyta
11:47
Enn ekki ljóst hver áhrifin verða á leik kvöldsins

Í yfirlýsingu frá þýska knattspyrnusambandinu segir að einn leikmaður hafi greinst með Covid-19. Skimanir fóru fram í gær og kom ein jákvæð niðurstaða í morgun.

Umræddur leikmaður, Jonas Hofman, er kominn í einangrun. Hann er einkennalaus.

Verið er að vinna að málinu í samstarfi við þýsk heilbrigðisyfirvöld. Enn er ekki vitað hvaða áhrif þetta hefur á leikinn í kvöld en þýska sambandið vonar að smit Hofman sé einangrað tilfelli.

Eyða Breyta
11:38


Eyða Breyta
11:37
Beinum sjónum okkar að U21 landsliðinu.

Jón Dagur Þorsteinsson, fyrirliði U21 landsliðsins, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í Ungverjalandi í gær. Leikið verður gegn Rússlandi í dag en Danmörk og Frakkland eru einnig í riðlinum. Tvö efstu liðin tryggja sér sæti í útsláttarkeppni.



"Auðvitað förum við með það markmið að komast upp úr riðlinum. Við viljum njóta þess að spila fótbolta líka en auðvitað er markmiðið að komast upp úr riðlinum," segir Jón Dagur.

Hvernig tilfinning verður það fyrir Jón Dag að leiða Ísland út á völlinn í þessu móti.

"Það verður mjög gaman. Ég er stoltur. Þetta verður hrikalega skemmtilegt og krefjandi verkefni. Ég er gríðarlega stoltur af því að vera fyrirliði. Ég hef þekkt þennan hóp mjög lengi og við erum nánir og það er flott liðsheild í hópnum. Mitt hlutverk er að menn séu á tánum og gera þetta vel en á sama tíma njóta þess að vera hérna."

"Það eru nokkur nöfn sem eru búin að stíga upp og taka miklum framförum. Þegar við byrjuðum voru Andri Fannar og Ísak 14 ára eða eitthvað. Þeir eru búnir að stíga upp og aðrir leikmenn líka. Staðan á hópnum er góð."

Þekkir hann til leikmannana í rússneska liðinu?

"Maður þekkir einhvern nöfn en maður er ekki að horfa á rússnesku deildina daglega. Maður hefur séð meira af þessum leikmönnum í Evrópukeppnunum,"

Er mesti möguleiki ykkar í riðlinum gegn þessu rússneska liðið?

"Við eigum gríðarlegan séns í öllum þessum leikjum. Frakkarnir eru sigurstranglegastir í riðlinum en við förum í alla leiki með sigurhugarfar og að ná i öll stig sem eru í boði. Við byrjum á því gegn Rússum," segir Jón Dagur.

Eyða Breyta
11:34


Eyða Breyta
11:23
Í beinni: Það er æfing í gangi hjá íslenska liðinu.



Eyða Breyta
11:16
Þýskir fjölmiðlar segja að verið sé að undirbúa nýja sýnatöku á landsliðsmönnum Þýskalands.

Eyða Breyta
10:50
Óvissa með kvöldið en strákarnir okkar halda óbreyttu plani og eru á leið á létta æfingu.



Eyða Breyta
10:40
Er leikurinn gegn Þýskalandi í hættu?
"Við vitum bara þetta sem hefur komið fram í fréttum og málið er í skoðun. Við bíðum bara frétta," sagði Ómar Smárason fjölmiðlafulltrúi íslenska liðsins við Hafliða Breiðfjörð sem er staddur með landsliðinu í Þýskalandi.

Ef fjórtán leikmenn, þar af einn markvörður, eru klárir þá fer leikur fram. Spurning hvort leikmenn Þýskalands séu á leið í sóttkví eða ekki?

Eyða Breyta
10:35
NÝ FRÉTT! COVID SMIT HJÁ ÞÝSKALANDI

Það voru að berast fréttir af því að leikmaður þýska landsliðsins hefði greinst með Covid-19. Samvæmt þýskum fjölmiðlum er um að ræða Jonas Hofmann, leikmann Gladbach.

Leikmenn þýska landsliðsins eru nú inni á hótelherbergjum á meðan er verið að huga að framhaldinu. Búið er að fresta leikdagsæfingu liðsins.

Er leikurinn í hættu?

Meira um málið hérna


Jonas Hofman (annar frá vinstri) með liðsfélögum sínum á æfingu þýska liðsins í gær.

Eyða Breyta
10:33
Lykilleikmaður í rússneska U21 liðinu



Fedor Chalov
Framherji CSKA Moskvu sem hefur skorað 10 mörk í 20 leikjum fyrir U-21 árs liðið. Árið 2019 var hann orðaður við Chelsea, Liverpool, Arsenal og Crystal Palace. Hefur skorað 5 mörk og lagt upp 4 í 20 leikjum fyrir CSKA hingað til á tímabilinu. Verður áhugavert að sjá hvernig varnarmenn okkar glíma við þennan öfluga framherja.

Eyða Breyta
10:30
Tippkeppni Innkastsins!

Hvernig fara landsleikir Íslands í dag? Við hendum af stað tippkeppni Innkastsins! Eitt stig fyrir rétt tákn og þrjú stig fyrir hárrétt úrslit.

Tómas Þór Þórðarson
U21: Rússland - Ísland 0-1
A: Þýskaland - Ísland 2-0

Ingólfur Sigurðsson
U21: 2-1 fyrir Rússlandi. Jón Dagur með markið.
A: 3-0 fyrir Þýskalandi. Þjóðverjar komast snemma yfir. Frammistaðan verður fín stærstan hluta leiksins hjá íslenska liðinu, en þeir bæta við tveimur mörkum í lok leiks.

Elvar Geir Magnússon
U21: 1-1 jafntefli. Rússar komast yfir.
A: 3-0 sigur Þýskalands.

Magnús Már Einarsson
U21: Rússland 0 -1 Ísland. Rússar fengu einungis fjögur mörk á sig í undankeppninni en U21 lið Íslands nær að koma skemmtilega á óvart í fyrsta leik. Brynjólfur Andersen skorar eina markið og rússneski björninn verður sigraður!

A: Þýskaland 2 - 1 Ísland. Hetjuleg barátta dugar ekki til að ná í stig gegn ógnarsterkum Þjóðverjum. Ísland jafnar 1-1 eftir fast leikatriði en Þjóðverjar knýja fram sigur í lokin.

Gunnar Birgisson
U21 gerir 1-1 jafntefli. A-liðið tapar 6-1.

Eyða Breyta
10:19
500. leikur A landsliðs karla



Leikurinn gegn Þýskalandi verður 500. leikur íslenska liðsins frá upphafi og af því tilefni munu leikmenn Íslands klæðast sérstökum jökkum undir þjóðsöngnum fyrir leikinn.

Þar með hefst undankeppni HM 2022, sem er öll leikin innan ársins 2021. Ísland leikur þrjá útileiki í mars, síðan fimm heimaleiki í september og október og loks tvo útileiki í nóvember. Að auki verða leiknir tveir vináttuleikir á útivelli í júni, gegn Færeyingum og Pólverjum.

Eyða Breyta
10:16


EM U21 hófst í gær þegar fjórir leikir fóru fram í tveimur riðlum.

Í B-riðli mættust Slóvenía og Spánn og í hinum leiknum mættust Tékkland og Ítalía. Spánverjar áttu ekki í neinum vandræðum með Slóveníu og unnu leikinn 3-0. Javier Puado, Gonzalo Villar og Juan Miranda skoruðu mörkin.

Ítalíu tókst ekki að vinna Tékkland og lauk leiknum með 1-1 jafntefli. Gianluca Scamacca kom Ítalíu yfir en Tékkarnir jöfnuðu úr vítaspyrnu og jafntefli því niðurstaðan.

Í A-riðli voru einnig tveir leikir. Þjóðverjar unnu öruggan 3-0 sigur á Ungverjalandi þar sem Bote Baku gerði tvennu. Þá gerðu Rúmenía og Holland 1-1 jafntefli.

Eyða Breyta
10:06
Strákarnir okkar á leið á fund og létta æfingu

Við vorum að heyra í Hafliða Breiðfjörð sem er í 'búbblunni' með landsliðinu í Þýskalandi. Liðið er á leið á fund núna klukkan 10:10 og svo strax á eftir verður aðeins haldið á æfingasvæðið og hreyft sig létt.

Hafliði ætlar að taka viðtal við Tom Joel styrktarþjálfara Íslands. Verður gaman að fá að kynnast honum betur en hann starfar einnig fyrir enska úrvalsdeildarliðið Leicester.




Eyða Breyta
10:02
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði A-landsliðsins:

"Við gerum okkur grein fyrir því að þetta verði erfiður leikur. Þetta er þjóð sem er alltaf á toppnum hvort sem þeir séu að ganga í gegnum breytingar eða hvað það heitir. Við vitum alveg að við erum að fara að mæta virkilega sterkum andstæðingum en við verðum að vera vel skipulagðir og eiga toppleik til að ná einhverju úr honum. Við ætlum að reyna að ná okkur í eitthvað og vitum að það mun kosta blóð svita og tár!"



Lars Lagerback var í nokkur ár með íslenska liðinu og fór með það á Evrópumótið í Frakklandi árið 2016. Hann er í miklum metum hjá Íslendingum. Arnar og Eiður fengu hann svo með sér í teymið núna.

"Ég átti gott samtal við Lars áður en þeir tóku ákvörðun og heyrði í honum hljóðið með hvernig hann stæði gagnvart þessu. Þeir áttu svo fund saman eftir það og mér finnst þetta virkilega jákvætt," sagði Aron. "Lars kemur inn með öðruvísi reynslu úr landsliðum sem á klárlega eftir að nýtast Adda og Eið. Að koma upp í A-landsliðið sem þjálfari er áskorun og Lars hefur þá reynslu úr þessu."

Sjáðu viðtalið í heild sinni með því að smella hérna

Eyða Breyta
09:56
Davíð Snorri, þjálfari U21 landsliðsins:

"Rússneska liðið vann sinn riðil og gerði virkilega vel. Þeir eru með virkilega góða liðsheild og þetta eru duglegir og góðir íþróttamenn. Skemmtilegur og krefjandi leikur sem við erum að fara í."



"Þetta hefur verið mjög skemmtilegt fyrst og fremst. Þetta er stærsta sviðið og risastórt verkefni. Við reyndum að eiga ágætis samskipti í aðdraganda mótsins og kynna mér vel hvað þeir hafa verið að gera og hvernig íslenska liðið hefur spilað. Ég hef verið mjög hrifinn af því sem ég hef séð undanfarna daga."

Eyða Breyta
09:46
Ísland og Þýskaland voru saman í undanriðli EM árið 2003

Þá voru núverandi landsliðsþjálfarar; Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen, leikmenn landsliðsins.

Liðin gerðu markalaust jafntefli á Laugardalsvellinum.

Ásgeir Sigurvinsson þáverandi landsliðsþjálfari sagði á blaðamannafundi eftir leikinn að fyrirfram hefði markalaust jafntefli verið ásættanleg niðurstaða en eftir leikinn hefði hann viljað fá öll stigin.

Íslenska liðið var í öðru sæti fyrir lokaumferð riðilsins en tapaði 3-0 í Þýskalandi. Skotar komust þá uppfyrir Ísland.




Eyða Breyta
09:36
Ungstirni æfir



Táningarnir Jamal Musiala (á mynd) úr Bayern München og Florian Wirtz úr Bayer Leverkusen eru í þýska hópnum.

Musiala er 18 ára og gat valið milli þess að spila fyrir England eða Þýskaland. Hann valdi Þýskaland á dögunum. Ótrúlega hæfileikaríkur sóknarleikmaður sem hefur skorað þrjú mörk í þýsku deildinni á tímabilinu og eitt í Meistaradeildinni.

Wirtz er 17 ára sóknarmiðjumaður sem hefur skorað fjögur mörk og átt fimm stoðsendingar í 21 leik í þýsku Bundesligunni á þessu tímabili.

Þreyta þeir frumraun sína með þýska landsliðinu í kvöld?

Eyða Breyta
09:28


Þýska liðið æfði einnig á keppnisvellinum í gær en með því að smella hérna má sjá líklegt byrjunarlið Þjóðverja.



Eyða Breyta
09:28


Íslenska landsliðið æfði á Schauinsland-Reisen-Arena, heimavelli Duisburg í Þýskalandi í gær en um var að ræða lokaæfingu liðsins fyrir leikinn við Þjóðverja sem fer fram á þeim velli í kvöld. Leikið verður án áhorfenda vegna Covid-19 faraldursins.




Eyða Breyta
09:25
71% lesenda Fótbolta.net spá því að fjórfaldir heimsmeistarar Þýskalands beri sigur úr býtum í kvöld. Það kemur kannski ekkert á óvart þegar leikmannahópur Joachim Löw er skoðaður!



Eyða Breyta
09:18
Hér má finna skemmtilega samantekt á ýmsu efni um strákana okkar í U21 landsliðinu sem birt hefur verið hér á Fótbolta.net.




Eyða Breyta
09:18


Eyða Breyta
09:11
Líklegt byrjunarlið U21 gegn Rússlandi

Sæbjörn Steinke hefur velt því fyrir sér hvernig Davíð Snorri Jónasson stillir upp liðinu í dag. Niðurstaðan er að Davíð haldi sig við 4-3-3/4-5-1 leikkerfið sem liðið spilaði í undankeppninni.



Eyða Breyta
09:07
Líklegt byrjunarlið gegn Þýskalandi

Jóhann Berg Guðmundsson hefur ekki getað tekið þátt í æfingum Íslands í vikunni að fullum krafti en hann er að glíma við kálfameiðsli.

Arnar Þór Viðarsson fékk sér kaffibolla með Hafliða Breiðfjörð í gær og má horfa á viðtalið með því að smella hérna. Þar opinberaði hann meðal annars að Jóhann muni byrja á bekknum.

Hér er líklegt byrjunarlið:


Eyða Breyta
09:03
U21 landsliðið hefur leik í Ungverjalandi



Íslenska U21 landsliðið leikur gegn Rússum klukkan 17 en það er fyrsti leikur okkar stráka í riðlinum. Einnig eru Danmörk og Frakkland í riðlinum en tvö efstu liðin komast í úrslitakeppnina sem spiluð verður í sumar.

Davíð Snorri Jónasson stýrir U21 landsliðinu í fyrsta sinn en hann tók við starfinu af Arnari Viðarssyni sem tók við A-landsliðinu eins og allir lesendur vita.

Eyða Breyta
08:54
Góðan og gleðilegan leikdag!

Velkomin með okkur í textalýsingu þar sem við hitum upp og förum yfir allt það helsta fyrir leikina tvo í dag. Við tökum við fréttaskeytum frá okkar mönnum í Ungverjalandi og Þýskalandi.

Til aðgreiningar eru fréttir af U21 landsliðinu með bláum bakgrunni en fréttir af A-landsliðinu gulum.

Endilega verið með okkur í gegnum Twitter með því að notast við kassamerkið #fotboltinet

Eyða Breyta
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner