Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 25. mars 2021 13:12
Hafliði Breiðfjörð
Dusseldorf, Þýskalandi
Heimild: 433 
Birkir Már í leikbanni í kvöld
Icelandair
Birkir Már þarf að horfa á leikinn í kvöld úr stúkunni.
Birkir Már þarf að horfa á leikinn í kvöld úr stúkunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Már Sævarsson varnarmaður íslenska landsliðsins tekur út leikbann þegar liðið mætir Þjóðverjum í undankeppni HM 2022 í kvöld.

433 segir frá þessu í dag og að KSÍ hafi ekki áttað sig á þessu fyrr en í gær og því hafi verið gert ráð fyrir að hann yrði í byrjunarlðinu í kvöld.

Því má búast við að Alfons Sampsted byrji leikinn í kvöld en þó eru leikmenn í hópnum sem hafa spilað hægri bakvarðarstöðuna með liðinu. Guðlaugur Victor Pálsson spilaði hana mikið á síðasta ári en verður líklega miðjumaður í kvöld. Þá hafa Hjörtur Hermannsson og Hólmar Örn Eyjólfsson einnig spilað stöðuna með íslenska landsliðinu.

Birkir Már fékk að líta rauða spjaldið í upphafi síðari hálfleiks gegn Englendingum í Þjóðadeildinni 18. nóvember síðastliðinn. Þar sem leikurinn í kvöld er fyrsti keppnisleikur liðsins síðan þá mun Birkir þurfa að taka út leikbann í þessari keppni að sögn 433.

Leikurinn í kvöld hefst 19:45 og er í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net og sýndur á RÚV.
Athugasemdir
banner
banner