Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 25. mars 2021 12:30
Magnús Már Einarsson
Burchnall tekur við Notts County - Fundaði með KSÍ í fyrra
Ian Burchnall
Ian Burchnall
Mynd: Getty Images
Ian Burchnall hefur verið ráðinn stjóri Notts County í ensku E-deildinni.

Hinn 38 ára gamli Burchnall hætti hjá Östersund í Svíþjóð í fyrra eftir að hafa náð góðum árangri.

Burchnall sótti um stöðu landsliðsþjálfara hjá Íslandi síðastliðið haust og fundaði meðal annars með Guðna Bergssyni, formanni KSÍ.

„Það var mjög gaman að koma til greina og það var mikill heiður fyrir mig. Ég hafði gaman að því að tala við þau og kannski verður eitthvað úr þessu seinna þegar ég verð búinn að öðlast enn meiri reynslu," sagði Burchnall í viðtali við Fótbolta.net á dögunum.

Sky Sports segir frá því í dag að félög í ensku C-deildinni hafi sýnt Burchnall áhuga en hann hreifst af Notts County og ákvað að hoppa á stjórastarfið þar.

Sjá einnig:
Ian Burchnall - Englendingurinn ungi sem vildi taka við Íslandi
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner