fim 25. mars 2021 21:38
Fótbolti.net
Einkunnir Íslands: Erfitt í Þýskalandi
Icelandair
Birkir Bjarnason með boltann í leiknum í kvöld.
Birkir Bjarnason með boltann í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Már Sigurjónsson í leiknum.
Rúnar Már Sigurjónsson í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland tapaði 3-0 gegn Þýskalandi í fyrsta leik í undankeppni HM í kvöld. Hér að neðan er einkunnagjöf Fótbolta.net.



Hannes Þór Halldórsson 5
Gat lítið gert í mörkunum hjá Þjóðverjum.

Alfons Sampsted 4
Ekki í öfundsverðu hlutverki í sínum fyrsta mótsleik. Missti Sane inn fyrir sig í marki tvö.

Kári Árnason 5
Fór út úr vörninni og náði ekki að stöðva sóknina í þriðja markinu sem Gundogan skoraði. Átti nokkrar mikilvægar bjarganir.

Sverrir Ingi Ingason 5
Harður í horn að taka. Missti boltann yfir sig í fyrsta markinu.

Hörður Björgvin Magnússon 5
Komst þokkalega frá sínu.

Arnór Ingvi Traustason 4
Barðist vel á hægri kantinum en náði lítið að gera sóknarlega.

Guðlaugur Victor Pálsson 4 (89)
Fann sig ekki jafn vel á miðjunni og hann hefur gert í hægri bakverðinum í síðustu landsleikjum.

Rúnar Már Sigurjónsson 4 (40)
Tapaði boltanum á miðjunni í öðru markinu. Komst nálægt því að skora áður en hann varð að fara af velli undir lok fyrri hálfleiks.

Aron Einar Gunnarsson 4
Hefur oft spilað betur. Nýttist ekki jafn vel í varnarvinnunni og var ekki eins grimmur og oft í gegnum tíðina.

Birkir Bjarnason 6
Spilaði bæði á kantinum og miðjunni og gerði ágætlega.

Jón Daði Böðvarsson 5 (89)
Lagði upp færi fyrir Rúnar í fyrri hálfleik eftir laglegan sprett. Var oft einmanna í baráttunni frammi.

Varamenn

Albert Guðmundsson (40) 6
Kom öflugur inn á. Átti fína spretti.

Arnór Sigurðsson (71)
Spilaði of stutt til að fá einkunn

Ari Freyr Skúlason (89)
Spilaði of stutt til að fá einkunn

Kolbeinn Sigþórsson (89)
Spilaði of stutt til að fá einkunn
Athugasemdir
banner
banner
banner