Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 25. mars 2021 18:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Einkunnir Íslands: Svenni bestur í slökum leik
Icelandair
Sveinn Aron
Sveinn Aron
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Dagur fyrirliði
Jón Dagur fyrirliði
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ísland mætti Rússlandi í fyrsta leik lokaeppni Evrópumótsins í dag.

Rússarnir voru betri frá fyrstu mínútu og hér að neðan má sjá einkunnir íslensku leikmannanna.

Einkunnir:

Patrik Sigurður Gunnarsson - 5
Gerði vel að verja frá Chalov í byrjun en var ekki alveg nægilega öflugur og viss með sendingarnar, fékk á sig fjögur mörk.

Kolbeinn Þórðarson - 3
Vorum í miklum vandræðum úti hægra megin og var samstarf Kolbeins, Stefáns og Ísaks lélegt. Kom ekkert sóknarlega og hreinsanirnar virkuðu ósannfærandi.

Ari Leifsson - 5
Gerði nokkrum sinnum vel að komast inn í sendingar Rússana.

Róbert Orri Þorkelsson - 3
Fannst hann byrja leikinn nokkuð vel, komst inn í sendingar en slakur varnarleikur þegar hann gaf vítaspyrnu og í kjölfarið virðist sjálfstraustið minnka mikið. Róbert getur miklu betur.

Hörður Ingi Gunnarsson - 4
Var ekki tilbúinn þegar Rússar gerðu árásina úti hægra megin og upp úr því kom vítaspyrnan. Einn fínn sprettur upp völlinn en ekkert meir.

Stefán Teitur Þórðarson - 3
Ekki mikið í boltanum, ekki góður á boltann þegar hann fékk boltann og varnarleikurinn ekki nægilega góður.

Alex Þór Hauksson - 4
Byrjaði vel en virkaði eins og krafturinn færi alveg úr Alex eftir fyrsta markið.

Willum Þór Willumsson - 6
Byrjaði mjög hægt en sýndi gæði sín á köflum. Fann Svein Aron laglega í markinu.

Ísak Bergmann Jóhannesson - 3
Virkaði alveg týndur og það kom svo gott sem ekkert út úr honum á hægri vængnum.

Jón Dagur Þorsteinsson - 6
Eini leikmaður Íslands sem virkaði öruggur á boltann frá fyrstu mínútu. Varð of fljótt pirraður og sýndi lítið í seinni hálfleik eftir öflugar rispur í þeim fyrri.

Sveinn Aron Guðjohnsen - 6
Eini leikmaður Íslands sem náði að koma Rússunum eitthvað úr jafnvægi. Klukkaði Rússana nokkrum sinnum og skoraði eina markið.

Varamenn:

Mikael Neville Anderson - 6
Kom inn á 65. mínútu og sýndi gæði og styrk í stöðunni einn á einn.

Aðrir varamenn spiluðu of lítið til að fá einkunn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner