Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 25. mars 2021 16:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrrum fyrirliðar Man Utd og Liverpool gætu mæst á næstu leiktíð
Keane gæti verið að snúa aftur í þjálfun.
Keane gæti verið að snúa aftur í þjálfun.
Mynd: Getty Images
Roy Keane, fyrrum fyrirliði Manchester United, er sagður líklegastur til að taka við stjórnartaumunum hjá Celtic í Skotlandi.

Samkvæmt Football Insider þá er Celtic í viðræðum við Keane um að taka við liðinu. Samkvæmt heimildum miðilsins er Celtic tilbúið að bjóða honum starfið.

Keane spilaði með Celtic undir lok leikmannaferilsins, en hann hefur ekki verið aðalþjálfari í tíu ár. Hann var síðast aðalþjálfari Ipswich en hann stýrði þar áður Sunderland í tvö ár. Síðast var hann aðstoðarþjálfari Nottingham Forest og írska landsliðsins.

Upp á síðkastið hefur Keane starfað í sjónvarpi sem sérfræðingur og vakið athygli fyrir störf sín enda liggur hann ekki á skoðunum sínum.

Neil Lennon var rekinn frá Celtic í síðasta mánuði eftir að félaginu mistókst að vinna sinn tíunda meistaratitil í röð í Skotlandi. Lærisveinar Steven Gerrard, fyrrum fyrirliða Liverpool, í Rangers komu í veg fyrir það.

Daily Mail greinir frá því að Betfair sé ekki lengur að taka við veðmálum um að taka við starfinu. Það eru því góðar líkur á að fyrrum fyrirliðar Liverpool og Manchester United muni eigast við á hliðarlínunni í Skotlandi á næstu leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner