Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 25. mars 2021 08:30
Aksentije Milisic
Griezmann setur spurningarmerki við taktíkina hjá Frökkum
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Heimsmeistararnir mættu Úkraínu á heimvelli í fyrstu umferð í Undankeppni HM 2022.

Frakkarnir breyttu um leikskipulag en liðinu gekk illa að brjóta gestina á bak aftur. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli þar sem Antonie Griezmann gerði mark Frakklands.

Griezmann setti spurningamerki við taktík síns liðs eftir leikinn í gær. Liðið spilaði 4-4-2 en ekki sitt venjulega kerfi sem er 4-2-3-1.

„Við þurftum fleiri sókndjarfari leikmenn sem halda breidd og taka menn á. Við vildum vinna en við spiluðum ekki góðan leik. Við þurfum að læra betur á þetta kerfi og byrja að vinna aftur," sagði Griezmann.

Didier Deschamps, þjálfari Frakka, sagði að sínir menn hefðu átt að klára leikinn í fyrri hálfleik. Síðari hálfleikurinn hafi hins vegar verið erfiður. Hann minnti á það að Úkraína er með mjög öflugt lið og því má ekki gleyma.
Athugasemdir
banner
banner