Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 25. mars 2021 19:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
'Guð' snýr aftur - Beint í byrjunarliðið hjá Svíþjóð
Zlatan Ibrahimovic.
Zlatan Ibrahimovic.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Zlatan Ibrahimovic er mættur aftur í sænska landsliðshópinn og hann kemur beint inn í byrjunarliðið fyrir leik kvöldsins.

Svíþjóð hefur leik í undankeppni HM gegn Georgíu á heimavelli.

Zlatan byrjar í fremstu víglínu með Alexander Isak, sóknarmanni Real Sociedad.

Zlatan er að snúa aftur eftir fimm ára fjarveru með Svíþjóð. Hinn 39 ára gamli Zlatan hætti að spila með sænska landsliðinu eftir EM árið 2016. Hann hefur skorað 62 mörk í 112 leikjum fyrir Svíþjóð

Zlatan birti færslu á Twitter þegar hann var valinn þar sem hann sagði að Guð væri að snúa aftur.

Leikurinn hefst klukkan 19:45, rétt eins og leikur Íslands og Þýskalands. Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu.
Athugasemdir
banner
banner
banner