Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 25. mars 2021 20:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hörmuleg byrjun í Þýskalandi
Icelandair
Mynd tekin fyrir leik.
Mynd tekin fyrir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þetta verður langt kvöld fyrir íslenska landsliðið í Duisburg í Þýskalandi.

Þýskaland skoraði eftir aðeins tvær mínútur og bætti við öðru marki á sjöundu mínútu.

Leon Goretzka, miðjumaður Bayern München, skoraði fyrra markið. Joshua Kimmich átti sendingu inn fyrir vörn Ísland á Serge Gnabry sem lagði hann niður fyrir Goretzka. Miðjumaðurinn átti skot sem Hannes Þór Halldórsson náði ekki að verja.

Svo skoraði Kai Havertz. Rúnar Már Sigurjónsson átti slaka sendingu og í kjölfarið átti Kimmich magnaða sendingu inn fyrir vörnina. Leroy Sane átti þá sendingu út í teiginn á Havertz sem skoraði.

Útlitið er ekki gott fyrir Ísland en hægt er að fara í beina textalýsingu hérna.

Mörk Þjóðverja má sjá hér að neðan.



Athugasemdir
banner
banner
banner