Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 25. mars 2021 23:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lars á hliðarlínunni - „Ánægðir að hann sé kominn aftur heim"
Icelandair
Lars á hliðarlínunni í kvöld. Frábær þjálfari.
Lars á hliðarlínunni í kvöld. Frábær þjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lars Lagerback er mættur aftur. Hann var á hliðarlínunni í kvöld er Ísland tapaði 3-0 fyrir Þýskalandi í fyrsta leik í undankeppni HM.

Lars er hluti af þjálfarateyminu með þeim Arnari Þór Viðarssyni og Eiði Smára Guðjohnsen.

Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon, tveir af leikmönnum íslenska liðsins, sátu fyrir svörum á blaðamannafundi eftir tapið í kvöld. Fréttamaður Fótbolta.net spurði þá út í hvernig Lars hefur komið inn í hlutina, en hann er auðvitað goðsögn í íslenskum fótbolta eftir að hafa stýrt landsliðinu frá 2011 til 2016 með stórkostlegum árangri.

„Lars er náttúrulega geggjaður karakter og góður þjálfari með mikla reynslu. Við treystum honum vel og það hefur gengið mjög vel með hann sem þjálfara. Það er gott fyrir Eið og Arnar að hafa hann bak við sig. Þetta er rosalega gott teymi sem við höfum og við erum þakklátir," sagði Hörður.

„Lars hefur sitt að segja og hann hikar ekki við að segja hvað þarf að bæta og hvað er gott. Við erum ánægðir að hann sé kominn aftur heim."

„Þetta er í fyrsta skipti sem ég vinn með Lars og maður sér strax reynsluna sem hann býr yfir og þekkinguna sem hann hefur. Það eru gildi og stefna sem hann hefur, og Eiður og Addi líka, sem er mjög spennandi fyrir mig og allt liðið. Maður sér strax að þetta er sterkt teymi sem við höfum og Lars er partur af því," sagði Arnór.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner