Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 25. mars 2021 11:00
Magnús Már Einarsson
Löw vill fá viðbrögð gegn Íslandi eftir stóra tapið
Icelandair
Joachim Löw
Joachim Löw
Mynd: Getty Images
Ísland mætir Þýskalandi í fyrsta leik liðanna í undankeppni HM klukkan 19:45 í kvöld.

Um er að ræða fyrsta leik Þjóðverja síðan þeir töpuðu 6-0 gegn Spánerjum í Þjóðadeildinni í nóvember.

Um var að ræða stærsta tap þýska landsliðsins í 89 ár og Löw segist vilja „sjá leikmenn bregðast við" gegn Íslandi í kvöld.

„Við gerðum allir mistök gegn Spáni," sagði Löw á fréttamannafundi í gær. „Þetta var klúður og langt fyrir neðan þær væntingar sem búast má við."

Löw á einungis nokkra leiki eftir sem landsliðsþjálfari Þýskalands en hann ætlar að hætta með liðið eftir EM í sumar.

Sjá einnig:
Löw: Ekki óvænt að Ísland skori ekki mikið
Athugasemdir
banner
banner
banner