Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 25. mars 2021 17:00
Magnús Már Einarsson
Mótanefnd skoðar málin - Framhald Lengjubikarsins óráðið
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Mótanefnd KSÍ hefur staðfest með erindi til aðildarfélaga að öllum leikjum Lengjubikarsins og Reykjavíkurmóta/Faxaflóamóta yngri flokka hafi verið frestað um óákveðinn tíma, vegna þeirra samkomutakmarkana sem settar hafa verið af heilbrigðisyfirvöldum og gilda til 15. apríl.

Keppni í knattspyrnu er óheimil meðan á þessum samkomutakmörkunum stendur.

Í erindi mótanefndar til félaga segir jafnfram að framhald Lengjubikarsins 2021 verði metið á næstu dögum, en ljóst er að staða mála mun hafa áhrif á upphaf sumarmóta - Mjólkurbikar karla átti t.a.m. að hefjast 8. apríl næstkomandi.

Í A deild Lengjubikars karla var keppni komin fram í undanúrslit en í öðrum deildum karla og kvenna er keppni ekki komin jafn langt.

Mótanefnd KSÍ metur nú stöðuna sem upp er komin og verða frekari upplýsingar sendur út síðar.
Athugasemdir
banner
banner
banner