Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 25. mars 2021 21:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ramos með fleiri heppnaðar sendingar en Ísland
Icelandair
Sergio Ramos.
Sergio Ramos.
Mynd: Getty Images
Ísland er 3-0 undir gegn Þýskalandi í fyrsta leik í undankeppni HM 2022.

Hægt er að nálgast textalýsingu með því að smella hérna.

Þjóðverjar eru með ótrúlega gott lið og þeir skoruðu tvö mörk snemma. Ilkay Gundogan gerði svo þriðja markið í seinni hálfleiknum en seinni hálfleikurinn hefur verið betri hjá íslenska liðinu.

Okkar menn náðu ekki að tengja saman margar sendingar í fyrri hálfleiknum og tölfræðingarnir á WhoScored vekja athygli á þessu.

Þeir benda á það að Sergio Ramos, miðvörður Spánar, hafi hitt 100 sendingum á samherja í fyrri hálfleik í leik Spánar og Grikklands. Ísland var á meðan bara með 61 sendingu, allt liðið. Það er ótrúlega mikið að einn leikmaður klári 100 sendingar í einum hálfleik.

Við vorum þó að minnsta kosti með fleiri heppnaðar sendingar en Liechtenstein, San Marínó og Andorra.


Athugasemdir
banner
banner
banner