Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 25. mars 2021 09:30
Hafliði Breiðfjörð
Dusseldorf, Þýskalandi
Skil ákvörðun Gylfa og fannst mín ákvörðun röng
Icelandair
Aron Einar á æfingu íslenska liðsins í fyrradag.
Aron Einar á æfingu íslenska liðsins í fyrradag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi og Aron fallast í faðma eftir sigur á Rúmeníu heima í haust.
Gylfi og Aron fallast í faðma eftir sigur á Rúmeníu heima í haust.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland leikur þrjá leiki í undankeppni HM 2022 á komandi viku, gegn Þýskalandi í kvöld, Armeníu á sunnudaginn og Liectenstein á miðvikudag en allir leikirnir fara fram ytra.

Gylfi Þór Sigurðsson lykilmaður í íslenska landsliðinu sem leikur með Everton á Englandi ákvað að draga sig út úr leikmannahópnum að þessu sinni en hann og kona hans eiga von á barni á næstunni.

Aron Einar Gunnarsson fyrirliði íslenska landsliðsins sagði við Fótbolta.net í gær að hann skilji ákvörðun Gylfa en á sínum tíma tók hann þveröfuga ákvörðun og sér eftir því.

„Gylfi er mikilvægur hlekkur í okkar liði og hvernig liðið tikkar. Við erum ekki bara að glata leikmanni sem er góður á boltann. Hann er vinnusamur og mikill leiðtogi. Það er missir af Gylfa eins og öllum leikmönnum í landsliðum," sagði Aron sem hélt svo áfram og ræddi ákvörðun Gylfa.

„Ég skil hans ákvörðun og hef spjallað um það við hann. Ég hef gengið í gegnum sama pakka þar sem mér fannst ákvörðunartaka mín röng eftir á að hyggja."

„Ég veit alveg hvernig honum líður og það er erfitt að taka þessar ákvarðanir. Mér finnst hann vera að taka rétta ákvörðun að vera til staðar, ég tók hina ákvörðunina. Eftir á að hyggja var það vitlaus ákvörðun þegar til baka er litið en ég stend og fell með því."


Leikurinn í kvöld hefst 19:45 og er í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net og sýndur á RÚV.
Aron Einar: Vitum að þetta kostar blóð svita og tár
Athugasemdir
banner
banner