Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 25. mars 2021 07:00
Aksentije Milisic
Stefna á að leyfa átta þúsund áhorfendur á leik City og Spurs
Mynd: Getty Images
Úrslitaleikur deildabikarsins á Englandi fer fram í næsta mánuði þegar Manchester City og Tottenham Hotspur mætast.

Leikurinn verður notaður sem tilraun og fyrsta skrefið í að hleypa áhorfendum aftur á völlinn í Englandi. Heilbrigðisstarfsmenn á Englandi fá stóran hluta af miðunum á leikinn.

Sportsmail hefur heimildir fyrir því að átta þúsund áhorfendur fái að mæta og þarf af flestir af þeim verði heilbrigðisstarfsfólk.

City og Tottenham fá bæði smá hluta af miðum í leikinn sem fer til stuðningsmenn þeirra. Enn er óljóst hvort stuðningsmenn fá að ferðast frá Manchester og til London en það kemur betur í ljós þegar nær dregur.
Athugasemdir
banner
banner
banner