fim 25. mars 2021 20:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tvær íslenskar á lista yfir bestu félagaskiptin
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Damallsvenskan Nyheter birti í dag lista yfir 25 bestu félagaskiptin fyrir tímabilið í úrvalsdeild kvenna í Svíþjóð.

Tveir íslenskir leikmenn komast á þennan skemmtilega lista.

Í 15. sæti er Hallbera Guðný Gísladóttir sem var fengin frá Val til AIK. „Hún er mögulega með besta vinstri fót deildarinnar. Hún getur spilað mikilvægt hlutverk í föstum leikatriðum. Þú veist hvað þú færð með Hallberu í vinstri bakverði," segir í umsögn um Hallberu.

Þá er Sveindís Jane Jónsdóttir í þriðja sæti en hún er í láni hjá Kristianstad frá þýska stórliðinu Wolfsburg. Hin 19 ára gamla Sveindís Jane var besti leikmaður Íslandsmótsins í fyrra er hún varð Íslandsmeistari með Breiðablik.

„Hún er með gríðarlega hæfileika og hún verður mikilvæg fyrir félagið sem náði stórkostlegum árangri á síðustu leiktíð," segir meðal annars í umsögn um Sveindísi sem er á leið í sitt fyrsta tímabil í atvinnumennsku.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner