Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 25. mars 2021 23:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Vorum ekki alveg öruggir hvort hann tæki rauða spjaldið með sér"
Icelandair
Birkir fékk rautt gegn Englandi í Þjóðadeildinni á síðasta ári.
Birkir fékk rautt gegn Englandi í Þjóðadeildinni á síðasta ári.
Mynd: Getty Images
Alfons í leiknum í kvöld. Leroy Sane eltir hann.
Alfons í leiknum í kvöld. Leroy Sane eltir hann.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það fréttist fyrst fyrr í dag að Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður, yrði ekki með Íslandi í leiknum við Þýskaland í undankeppni HM í kvöld.

Birkir Már fékk að líta rauða spjaldið í upphafi síðari hálfleiks gegn Englendingum í Þjóðadeildinni 18. nóvember síðastliðinn. Þar sem leikurinn í kvöld er fyrsti keppnisleikur liðsins síðan þá þurfti Birkir að taka út leikbann í kvöld.

Liðið vissi ekki að hann yrði í leikbanni fyrr en í gær. Reglurnar voru eitthvað óskýrar.

„Við vissum að hann fékk rautt spjald í Þjóðadeildinni í fyrra. Þar sem þetta er Þjóðadeildin á vegum UEFA og við vorum í kvöld að byrja í keppni á vegum FIFA, þá vorum við ekki alveg öruggir hvort hann tæki þetta rauða spjald með sér," sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, á blaðamannafundi í kvöld.

„Við biðum eftir svari frá FIFA og UEFA, og það kom í gær. Við vissum að það gæti gerst en vorum ekki alveg öruggir á því. Við unnum okkar vinnu þangað til þá. Þetta eru þrír erfiðir útileikir og álagsstýringin er mjög mikilvæg. Við vissum að það yrði erfitt fyrir Birki að spila þrjá leiki í þessum glugga."

„Við vissum að hann hefði fengið rautt. Ég sem þjálfari er ekki að senda tölvupósta á FIFA og UEFA. Ég vinn bara mína vinnu þangað til ég fæ svör. Það gæti vel verið að Birkir hefði byrjað leikinn, það er ekkert sem hefur upp á sig að svara núna. Hann var í banni."

Alfons Sampsted kom inn í liðið og spilaði sinn fyrsta keppnisleik með landsliðinu.

„Hann óx mjög mikið í þessum leik. Mér fannst hann, sérstaklega í seinni hálfleiknum, verjast mjög vel og hann var farinn að sinna sjálfan sig, farinn að sækja fram og þora að hlaupa fram. Það sama má segja um hina ungu drengina. Albert og Arnór komu inn á og stóðu sig mjög vel."
Athugasemdir
banner
banner