Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 25. apríl 2019 13:00
Arnar Daði Arnarsson
Spá Fótbolta.net fyrir Pepsi Max-deild kvenna: 9. sæti
Selfoss
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Barbára og Magdalena Anna.
Barbára og Magdalena Anna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keppni í Pepsi Max-deild kvenna hefst 2. maí næstkomandi. Fótbolti.net mun næstu dagana opinbera spá fyrir deildina í sumar en liðin verða kynnt eitt af öðru næstu dagana.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. Selfoss
10. HK/Víkingur

2. Selfoss
Lokastaða í fyrra: Sem nýliðar í deildinni í fyrra enduðu Selfyssingar í 6. sæti deildarinnar með 20 stig. Liðið forðaðist fall með góðum kafla um miðbik mótsins.

Þjálfarinn: Alfreð tók þjálfun Selfoss eftir að liðið féll úr Pepsi-deildinni 2016 og skilaði liðinu beint upp aftur. Alfreð var áður aðstoðarþjálfari hjá karlaliði ÍBV auk þess sem hann var þjálfari karlaliðs Ægis í nokkur ár.

Álit Jóa
Jóhann Kristinn Gunnarsson er sérfræðingur Fótbolta.net í Pepsi-deild kvenna líkt og í fyrra. Hér er álit hans á liði Selfoss.

Undirbúningstímabilið ekki skilað góðum úrslitum
„Það er aldrei gott að spá í hvaða Selfoss lið mætir til leiks í deildinni. Þær fengu stóran skell í byrjun móts í fyrra en unnu svo hægt og bítandi á og náðu betri og betri úrslitum eftir því sem leið á mótið."

„Undirbúningstímabilið hefur ekki skilað mörgum góðum úrslitum fyrir Selfoss liðið en það hefur verið stígandi í leik liðsins. Þjálfarinn er skipulagður og vinnur mikið í taktíkinni sem á eftir að skila sér. Svo spiluðu þær við landslið Nígeríu á undirbúningstímabilinu sem önnur lið geta ekki státað sér af. Frábært tækifæri það."

Kelsey Wys mun vekja athygli í sumar
„Selfoss spilar agaðan og kraftmikinn bolta og erfitt getur verið að sækja þær heim. Eftir því sem leið á tímabilið í fyrra náðu þær að slípa varnarleikinn betur og gáfu færri færi á sig en í blábyrjun. Reynsla Alfreðs af deildinni í fyrra með liðið á pottþétt eftir að hjálpa þeim í sumar. Það verður samt ekki nóg ef spá hinna svokölluðu spekinga gengur eftir."

„Liðið varð fyrir áfalli stuttu fyrir mót þegar markmaðurinn Caitlyn Clem meiddist það illa að ljóst var að hún myndi ekkert spila á tímabilinu. Menn rifu upp símana á Selfossi og hringdu út annan markmann til að loka búrinu. Kelsey Wys heitir hún og mun hún vekja athygli hjá Selfyssingum í sumar ef marka má fréttir af henni."

Lykilleikmenn: Kelsey Wys, Magdalenna Anna Reimus og Anna María Friðgeirsdóttir.

Gaman að fylgjast með: Áslaug Sigurbjörnsdóttir og Barbára Sól Gísladóttir. Það verður spennandi að sjá til þeirra á vellinum með Selfyssingum í sumar. Ungar og þrælefnilegar stelpur sem aðdáendur knattspyrnunnar á Íslandi skulu fylgjast sérstaklega með.

Komnar:
Cassie Boren frá Bandaríkjunum
Kelsey Wys frá Bandaríkjunum
Darian Powell frá Bandaríkjunum

Farnar:
Alexis Kiehl
Allyson Haran
Dagný Rún Gísladóttir
Eyrún Gautadóttir
Írena Gestsdóttir

Fyrstu leikir Selfoss
2. maí Stjarnan - Selfoss
7. maí Selfoss - Breiðabliks
13.maí HK/Víkingur - Selfoss
Athugasemdir
banner
banner