Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 25. apríl 2019 09:30
Arnar Daði Arnarsson
Draumaliðsdeildin - Þórdís Hrönn velur sitt lið
Mynd: Draumaliðsdeildin
Draumaliðsdeild Toyota opnaði í síðustu viku og rúmlega 1000 lið eru nú þegar skráð til leiks.

Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!

Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir leikmaður Kristianstads DFF í Svíþjóð og íslenska landsliðsins er búin að velja sitt draumalið í leiknum.

Hún er með vinkonu sína, Berglindi Hrund Jónasdóttur í markinu.

„Begga markmaður var fyrst á blað hjá mér. Hún er bæði góð innan vallar sem og utan. Hún er að fara koma á óvart í sumar eftir löng meiðsli."

„Varnarlínan er solid þar sem einn vanmetnasti varnarmaður deildarinnar, Anna María, verður fremst í flokki með hina ungu og grjóthörðu Guðnýju Árnadóttur við hlið sér, sem mun skora nokkur frá miðju í sumar. Ásta Eir er „assist queen“ varnamannanna. Það þarf engin orð fyrir Natöshu, það vita allir hversu sterk hún er."

Þórdís Hrönn segir að valið á miðjumönnunum hafi verið auðvelt.

„Queen Adda er manneskjan sem mun stýra og stjórna öllu. Með henni verður Lára með 99% sendingarhlutfall og heldur spilinu gangandi. Fjolla var númer tvö á lista hjá mér á eftir Beggu, því enginn vill mæta henni á vellinum. Hún er leiðtogi og svo hendir hún stundum í Messi-takta sem mun skila nokkrum mörkum."

Þórdís er síðan með þrjá stórhættulega framherja.

„Cloe, Elín Metta og Karólína munu sjá um að skora mörkin og búa þau til. Karólína fær fyrirliðabandið þar sem krakkinn er búinn að vera „on fire“ í vetur með Breiðablik og U19 ára landsliðinu. Cloe og Elín Metta eru alltaf „rock solid“ og munu skila inn hrúgu af stigum," sagði Þórdís Hrönn að lokum.

Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!

Sjá einnig:
Draumalið Hrafnhildar Agnarsdóttur
Draumalið Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur
Draumalið Þorkels Gunnars Sigurbjörnssonar
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner