Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 25. apríl 2019 21:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hver er Gabriel Martinelli sem er sagður vera á leið til Arsenal?
Mynd: Twitter
Breskir fjölmiðlar eru mikið að orða Brasilíumanninn Gabriel Martinelli við Arsenal og sumir hafa sagt hann hafa samþykkt samningstilboð félagsins og félagsskiptin verða staðfest í júní.

Leikmanninn þekkja kannski ekki margir en nafnið hefur sést í slúðurpökkum undanfarið. Gabriel hefur einnig verið orðaður við Barcelona og var á reynslu hjá Manchester United árið 2017.

Gabriel átti gott tímabil hjá Ituano FC í efstu deild í Brasilíu. Hann getur bæði spilað sem framherji og kantmaður. Hann verður átján ára 18. júní.

Hann býr yfir miklum hraða og hefur leikið varnarmenn grátt í Brasilíu. Hann hefur mest spilað sem kantmaður. Hann býr yfir miklu sjálfstrausti og elskar að taka menn á. Hann er réttfættur og er mikið fyrir það að reyna snúa boltann í fjærhornið þegar hann er á vinstri sóknarhelmingi.

Hann byrjaði aðeins að spila hjá Ituano í fyrra þá sextán ára gamall og kom með krafti inn í nýafstaðið tímabil. Hann var valinn í lið leiktíðarinnar og var valinn besti nýliðinn í deildinni. Hann skoraði sex mörk og var markahæstur í liði sínu á leiktíðinni.

Þar sem Matteo Guendouzi og Ainsley Maitland-Niles hafa fengið mörg tækifæri hjá Unai Emery, stjóra Arsenal, má telja líkur á því að Gabriel fái sénsinn hjá Arsenal. Verðmiðinn er talinn vera um sex milljónir evra. Hann er með ítalskt vegabréf svo að atvinnuleyfi fyrir Gabriel er ekki vandamál.
Athugasemdir
banner