banner
   fim 25. apríl 2019 09:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vilja fá Oblak ef De Gea fer
Powerade
Jan Oblak.
Jan Oblak.
Mynd: Getty Images
Guardiola til Juventus.
Guardiola til Juventus.
Mynd: Getty Images
Gleðilegt sumar. Hér kemur slúður dagsins.

Cristiano Ronaldo (34), stjarna Juventus, myndi fagna því ef Pep Guardiola, núverandi stjóri Manchester City, yrði ráðinn stjóri félagsins. (Marca)

Manchester United er að skoða það að borga leikmönnum eins og til dæmis Marcos Rojo og Alexis Sanchez til að yfirgefa félagið í sumar. (Sun)

Real Madrid ætlar að bjóða Eden Hazard (28), kantmanni Chelsea, 400 þúsund pund í vikulaun. (Sun)

Jan Oblak (26), markvörður Atletico Madrid, er efstur á óskalista Manchester United ef David de Gea (28) er á förum. (Metro)

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, ætlar að vera þolinmóður þegar kemur að því að kaupa miðjumann í sumar. Hann ætlar að bíða og sjá hvað verður um Ander Herrera (29). (Teamtalk)

Tottenham þarf að taka erfiða ákvörðun í sumar um það hvort það eigi að selja Christian Eriksen (27) eða ekki. Eriksen á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Spurs, en Real Madrid og Inter hafa áhuga á honum. (Mirror)

West Ham og Leicester hafa áhuga á Hakan Calhanoglu (25), miðjumanni AC Milan. (Star)

Samningur Darren Fletcher (35), miðjumanns Stoke, rennur út í sumar og gæti hann snúið þá aftur til Manchester United í hlutverki á bak við tjöldin. (Telegraph)

Arsenal er að kaupa brasilíska sóknarmanninn Gabriel Martinelli (17) frá Ituano. (Yahoo Brasil)

Manchester City er að íhuga að gera tilboð í Florentino Luis (19), miðjumann Benfica. (Guardian)
Athugasemdir
banner
banner