Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 25. apríl 2020 10:14
Elvar Geir Magnússon
Afar efins um að hægt verði að klára ensku deildina
Tómlegt fyrir utan Anfield, heimavöll Liverpool.
Tómlegt fyrir utan Anfield, heimavöll Liverpool.
Mynd: Getty Images
Just Spee, forseti hollenska knattspyrnusambandsins, telur afar litlar líkur á að enska úrvalsdeildin muni geta klárað tímabilið.

Hollendingar hafa aflýst tímabilinu hjá sér án þess að krýna meistara og án þess að lið falli.

Stórir viðburðir eru bannaðir í Hollandi þar til í september vegna kórónaveirufaraldursins.

„Það vilja allir spila og England er engin undanekning. Þeir halda í vonina á meðan smá von er til staðar. En við höfum séð hvernig faraldurinn hefur þróast. Er raunhæft að klára tímabilið? Á endanum verður það líklega ekki en við skulum sjá til," segir Spee.

„Í hreinskilni sagt, þegar maður fylgist með því hvað er í gangi, er þá raunhæft að staðan verði gjörbreytt eftir þrjár til fjórar vikur? Ég held ekki."

„Enska úrvalsdeildin þarf margar vikur til að klára keppnina. Verður tími til þess? Ég efast stórlega."
Athugasemdir
banner
banner
banner